23.4.2007 | 10:54
"A hole in my heart"
Þvílík tímasóun. Ef ykkur langar að verða óglatt, missa löngun í kynlíf og eyða tímanum í ekki neitt þá skulið þið endilega horfa á þessa mynd.
Sænska kvikmyndaleikstjóranum tekst nefnilega það sem þeim öllum tekst að blanda saman viðbjóð og þunglyndi.
Þrír einstaklingar eru að búa til heimatilbúnar klámmyndir og inn á milli ríðinganna skjótast inn myndir af því þegar skapabarmar konu eru klipptir í burtu....mmmm afar heimspekilegt sjónarhorn!
Inn á milli ríðinganna og skapabarmaklippinga kemur svo þunglyndur strákur með hengingarsnöru hangandi í herberginu sínu og sýnir okkur ánamaðkana sína og talar við þá.....mmmm afar heimspekilegt sjónarhorn....
Niðurstaðan er þessi: Taka þarf einhvers konar lyf, t.d. ofskynjunarlyf áður en sýning hefst - kannski maður fái þá einhverja heimskuspeki í þetta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 15:50
Vissuð þið að hljóðveggi fyrir íbúa við Miklubraut
er vonlaust að fá?
Vissuð þið að um 50 þúsund bílar fara um Miklubraut á hverjum degi?
Vissuð þið að búið er að lofa þessum hljóðveggjum fyrir löngu og framkvæmdir áttu að hefjast í janúar- já fyrir fjórum mánuðum síðan?
Vissuð þið að Miklabrautin á ekki að fara í stokk þar sem ekki er gert ráð fyrir því í samgönguáætlun Alþingis?
Það má samt reisa hljóðveggi í íbúabyggðum með lítilli bílaumferð og bora jarðgöng um Vaðlaheiði sem aðeins örfáar hræður þurfa að nota yfir árið........
Oh, hvað ég er orðin þreytt á að þurfa að berjast fyrir því að vera búsett í Reykjavík....og við þessa reykvísku stjórnmálamenn bæði á þingi sem og í borgarstjórn...
Ég auglýsi hér með eftir fleka sem er flothæfur. Hann þarf að geta rúmað nokkra feita pólitíkusa sem eiga erfitt með að þegja. Hann þarf helst að reka hratt frá landi.
11.4.2007 | 13:33
HVAR ER STEFNA HINNA FLOKKANNA Í INNFLYTJENDAMÁLUM????
Allir flokkarnir eru sammála um að þörf sé á að ræða innflytjendamálin.
Allir eru þeir sammála um að ræða ekki stefnuna á nótum Frjálslyndra.
ENGINN HEFUR KYNNT STEFNU Í INNFLYTJENDAMÁLUM OG RÆÐA ÞAU MÁL ÞAR AF LEIÐANDI ALLS EKKERT!!!
11.4.2007 | 08:58
Drottningaviðtöl í þágu stjórnmálamanna?
Ég hef oft velt því fyrir mér afhverju viðtölin við stjórnmálamennina eru eins formleg og yfirborðskennd og þau virðast vera í fjölmiðlum. Það eru nokkrir fjölmiðlamenn sem virðast þora að "hjóla" í þá og spyrja nánar útí svör þeirra.
Maður hreinlega veltir því fyrir sér hvort að fjölmiðlar þori ekki að spyrja þeirra spurninga sem þörf er á..........eða að þeir séu hreinlega ekki að hlusta á endurtekningarnar í stjórnmálamönnunum sem sumir hverjir óma eins og rispaðar plötur.
Stundum hefur maður það á tilfinningunni að fjölmiðlar skilji ekki viðmælanda sinn eða að hann sé svo klár að geta á nokkrum sekúndum slegið ryki í augu þess fjölmiðlamanns er viðtalið tekur.
Svo eru tímar sem maður hreinlega hugsar með sér að um drottingaviðtöl séu að ræða, það er að viðmælandi leggur fram lista af atriðum sem ekki má spyrja út í fyrir viðtalið.
Ef svo er......afhverju fær slík manneskja að vaða uppi í fjölmiðlum yfirhöfuð?
Á slík "drottning" eitthvað erindi við almenning?
10.4.2007 | 14:38
Kjörseðillinn minn og klósettpappírinn
Þá er hin svo afskaplega leiðinlega kosningaþref byrjað með tilheyrandi skítkasti og ömurlegheitum.
Almenningi er svo boðið upp á að horfa á líkt og þeir söfnuðust á torgin í Evrópu í gamla daga til að hafa gaman af og skemmta sér yfir aftökum.
Í dag er hlutverk böðulsins fljótandi og óútreiknanlegt - hver það verður veit nú engin....
Fyrir mér er hegðun stjórnmálamanna sem henda skít á lágu plani.
Fyrir mér er virði kjörseðils míns álíka mikilvægur og klósettpappír.
Kannski maður skipti um ríkisborgararétt?
8.3.2007 | 16:35
Hinn íslenski Offorskúltúr
Ég verð að segja að viðbrögð við grein Guðbjargar H. Kolbeins hafa ekki staðið á sér frekar en viðbrögð við skoðunum annarra einstaklinga sem fljóta ekki með meirihlutanum.
Það sem hins vegar stingur er sá offors og rökleysi sem má lesa í bloggfærslur þeirra sem telja hana, sem og aðra sem hugsa öðruvísi, vera á "rangri skoðun".
Það er best að passa sig að vera ekki með "ranga" skoðun því þá er maður skotmark persónulegs skítkasts og maður sem manneskja er svona og hinsegin á geðinu. Þeir sem skilja ekki rök annarra telja sig hafa rétt til þess að kasta skít - það má ekki hafa aðra skoðun....
Nota Bene: Sumir þarna úti sem tala og skrifa svona eru að bjóða sig fram..........hvernig ætli þeim gangi að vinna málefnalega?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ótrúlega sjokkerandi er málið með Breiðuvík. Þvílíkur viðbjóður sem þar hefur verið látin viðgangast undir ægivaldi starfsfólksins.
Afraksturinn er framleiðsla afbrotamanna, jaðarmanna sem lærðu útskúfun úr samfélagi manna undir verndarvæng ríkisins.
Spurning hvort fyrrverandi ráðamenn á þessum tíma séu á lífi til þess að hvítþvo sér af allri ábyrgð.
4.2.2007 | 12:48
Geta bankarnir lækkað vextina?
Heimsfrægð er okurlánastefna íslensku bankanna að verða. Viðskiptamenn og fjárfestar erlendis svitna þegar minnst er á okurvexti hinna íslensku banka.
Nú veit ég að þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti sína bitnar það helst á minni fyrirtækjum, einyrkjum og fjölskyldum á Íslandi. Stærri fyrirtæki hljóta þegar annarra kjara.
Stýrivextir eru þeir vextir (að því sem ég best veit) sem Seðlabankinn leggur á lán sín til hinna íslensku banka sem tekið hafa hjá þeim lán.
Nú leyfi ég mér að efast að íslenskir bankar séu með lán yfirhöfuð hjá Seðlabankanum enda erlend matsfyrirtæki að gefa út lánshæfni íslenskra banka - og tilhvers væru þau að því ef bankar hérlendis væru að fá lán hjá Seðlabankanum.
Þar af leiðandi leyfi ég mér að fullyrða að íslensku bankarnir sjái sér leik að borði og hækki vextina í takt við stýrivexti til að notfæra sér vankunnáttu hins almenna Íslendings - þar á meðal mín.
Þetta er að verða eins og í Ævintýri Dickens......eða að ný einokunarstaða er komin upp - Danirnir hinir vibbalegu kúgarar hinnar íslensku þjóðar hafa breyst í íslenska okurlánara sem heita: Glitnir, Landsbankinn og KB banki.
Margir fræðimenn hafa varað við því sem gerist þegar Nýlenduþjóðir fá sjálfstæði. Að stjórnarformið haldi áfram í sömu kúgunarmynd og við Nýlenduherraríkið - en nú eru það bara innlendir sem halda áfram að kúga samlanda sína.
Við sjáum þetta í Afríku og víðar þar sem Nýlenduríki breytist í lýðræðisríki en innlendir stjórnarmenn halda áfram að kúga samlanda sína og því lítið breyst frá Nýlendukúgurunum.
Er eitthvað annað í gangi hér?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2007 | 12:33
Sjúkdómatryggingar og skilmálar
Fyrir nokkru hringdi tryggingafélag í mig og bauð mér að líf- og sjúkdómatryggja mig hjá þeim þar sem allar aðrar tryggingar voru og eru hjá þeim. Þeir töldu það hagkvæmara að sameina allt dótaríið. Ég bað þá um að senda mér tryggingaskilmála og ég skildi skoða þetta.
Þegar ég fór að lesa þá og skoða allt það sem þar er EKKI skrifað gat ég ekki betur séð en að til þess að fá eitthvað ef ég veikist þarf ég að hafa verið alvarlega veik það lengi að skuldir mínar væru komnar í það mikil vanskil að sjúkdómatryggingin væri aðeins fyrir dráttarvöxtunum.
Maður þarf nefnilega að vera orðin svo veikur að maður getur ekki einu sinni haldið uppi samræðum né farið á klósett eða matast sjálfur til þess að fá sjúkdómatrygginguna. Til þess að fá hana greidda þarf ég að vera orðin grænmeti, tengd í öndunarvél með sondu og bleyju. Og til hvers er þessi sjúkdómatrygging þá?
Gamla tryggingin mín kóverar hins vegar allt. Ég var ein af þeim sem var nógu sniðug að halda í mína gömlu tryggingu þar sem talsvert mildari skilmálar eru....eða kannski mannlegri?
2.2.2007 | 15:25
Humrar og konur á íslenskum vinnumarkaði
Einu sinni heyrði ég sögu um viðbrögð lifandi humra er þeir eru settir í pott með sjóðandi vatni.
Karlhumrarnir hjálpa hver öðrum með skipulagi og skynsemi að komast upp úr pottinum en kvenhumrarnir reyna að aftra hinum að komast áfram ef þeir sjá ekki fram á að geta það sjálfir. Þannig er garenterað að enginn sleppur lifandi......
Mér finnst þessi lýsing nokkuð góð af ríkjandi umhverfi af íslenskum vinnumarkaði. Karlarnir hjálpast að en konurnar reyna að rífa hver aðra niður.
Sama hvað ég hef sagt áður um að konur séu ekki konum verstar - dreg ég það til baka....amk um ómenntaðar konur - þær margar hverjar haga sér eins og kvenhumrar.
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar