Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.12.2008 | 14:11
Ítarleg úttekt á hruni íslenska fjármála-ókerfinu í The Economist
Áhugaverð samantekt er í þessari grein, "Cracks in the crust" sem ég hvet alla til þess að lesa.
Enn áhugaverðara er tilvitnun í samtal við Sirrý Hjaltested leikskólakennara sem greinahöfundur segist hafa hitt á mótmælafundi á Austurvelli:
".....says that her grocery bills have gone up by half in a few months. She blames the countrys reckless bankers for the ruin of the economy. If I met a banker, she says, Id kick his ass so hard, my shoes would be stuck inside."
Snilld - tær snilld að vitna í þessa konu.......
Jón Gerald mótmælir í Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2008 | 13:33
Þöggun fjölmiðlafólks
Ótrúlegt en satt en nú er Helga Vala Helgadóttir að blogga um sína reynslu af tveimur ráðherrum sem fjölmiðlakona.
Þarna finnst mér ráðherrarnir hafa farið yfir strikið með því að hringja og lesa henni sem fréttamanni pistilinn.
Þarna hafa þeir vegið að lýðræðinu.
Þetta eru einræðingar sem eiga heima annarsstaðar en í pólitík. Svona fólk á ekki að fara með völd.
Sjá bloggið hér: http://eyjan.is/helgavala/
Krafa um að viðtali við Geir verði skilað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 11:27
Hvernig ber að svæfa neyslumeðvitund þjóðar?
Það er einfalt.....reyndu að viðhalda góðæri og flestum er sama hvað þeir borga fyrir hlutina. Þá tekurðu hagfræðilögmálið Economy of scope and scale úr sambandi og þeir stærstu okra eins og þeir vilja. Á meðan nóg er af peningum milli handanna á fólki þá kvartar enginn.
Allavega finnst mér eins og ábendingar um Okur á Okursíðunni hans dr. Gunna hafi fjölgað verulega í krepputíðinni.
Það er eins og fólk vakni til meðvitundar!
20.11.2008 | 10:38
"W" - pallborðsumræður og Palinískt-Íslenskt touch
Ég fór á forsýningu á W í gærkvöld. Myndin fjallar um Georg W. Bush í leikstýringu Olivers Stone. Ég fékk miðan frítt þar sem ég er áskrifandi af Mogganum og hugsaði mér gott til glóðarinnar að grafa mig niður í bíósætið með popp og kók og glápa hugsunarlaust á skjáinn....
Þegar ég mætti var mér tjáð að pallborðsumræður væru að fara að hefjast - fyrir myndina.
Þvílík skelfing....ég átti sem sagt að hlusta á einhverja sjálfskipaða spekinga mala um Gogga Bush - var það þess vegna sem frítt var á myndina - var ekki bara hægt að selja inn og skippa þessu blaðri?
Nei. Of seint. Mín mætt og búin að kaupa poppið þegar þessar hræðilegu fréttir kvisuðust út meðal saklausra fórnarlamba.
Úff....jæja. Fyrst kom einhver tappi og virtist vera í nefmæltum sleik við míkrófónin. Hann horfði tvisvar upp til fórnarlambanna.....kannski hefur honum fundist hann vera að þröngva sér upp á einhvern? Hmmmmm......
Svo komu nokkrir spekingarnir og héldu ræður og ég var orðin nokkuð viss um að þeir vissu sitt lítið af hverju um Georg.
Eftir 45 mínútna fyrirlestra um Georg (og ég var engu meira nær um manninn - enda hef ég verið á lífi sl. átta ár) var orðið laust. Hinn saklausi almúgi, fórnarlamb frímiðanna, mátti sem sagt leggja orð í belg.
Og það brást náttúrulega ekki. Einhver kall stóð upp og hélt langloku um réttarkerfið undir Bushstjórninni.....ég hélt ekki vatni af spenningi.
Svo stóð einn upp og sagði: "Mig langaði að vekja athygli ykkar á því að það er eitt land í heiminum þar sem Bush er dáður. Það er Afríka".
Já. Svo erum við að hlægja að Palin fyrir að halda að Afríka sé land.
Um það bil sem poppið mitt kláraðist fékk svo einhver kall frá Viðskiptablaðinu míkrófónin og vildi ítreka það að þetta væri ekki sannsöguleg mynd.
Úff takk fyrir að segja mér það. Að eilífu amen.
Myndin var ekkert spes og gert var ótrúlega lítið úr Gondoleezzu Rice sem er með doktorsgráðu í rússneskum fræðum. Hún var bimbó í myndinni.....mjög sniðugt múf!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 10:15
Vonandi er það ekki of seint fyrir Bandaríkjamenn
Þessi orð lét ég falla á bar nokkrum í Alphabet City. New York - fyrir nokkrum vikum. Þar var ég að tala við Joe, írskættaðan risa og konuna hans hina smágerðu og egypskættuðu Jihan. Þeirra skoðun er sú að kosningarnar 2004 skiptu miklu meira máli en þessar þar sem Bandaríkjamenn staðfestu og viðurkenndu vitleysinginn Bush í Hvíta Húsið.
Að þeirra mati er frábært að fá Barack og ætluðu þau að kjósa hann, en "skaðinn er skeður" sagði Joe og "það verður ekki tekið til baka. Bandaríkjamenn eru búnir að eyðileggja fyrir sér á alþjóðavettvangi, allt í rústum hérna heima og ofan á allt saman eru þeir í identity crisis" sagði Joe.
Það var ekki laust við það að þeir Bandaríkjamenn sem ég talaði við í ferðinni væru soldið vængbrotnir og skömmustulegir. Ekki síst voru þeir þreyttir á að "leika löggu alheimsins" þegar allt væri brunnið til grunna heima fyrir.
Í ljósi þessa verður áhugavert að fylgjast með þróuninni næstu árin - þ.e.a.s ef Obama fær að lifa.
Obama: Þetta er ykkar sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2008 | 11:04
Þar sem hjartað frýs og Djöflaeyjan rís
Ég verð að segja að ég hef miklar áhyggjur af framtíð fólksins í landinu. Nokkrar spurningar hafa ásælst huga minn undanfarnar vikur.
Til dæmis langar mig til að vita að í ljósi þess að fjöldi fjölskyldna eigi eftir að verða gjaldþrota á næstu misserum - hvort gengið verði á eftir þessum fjölskyldum og gjaldþrotastöðunni viðhaldi ár og áratugum saman eða verða sett lög til að vernda þessar fjölskyldur svo þær eigi möguleika á að koma undir sig fótunum?
Hvernig fer með fólk sem átti slatta í húsnæðinu sínu en vegna verðtryggingar (sem gengur ekki til baka eins og gengislánin) og lækkunnar á íbúðaverði á orðið lítið í því eða stendur jafnvel frammi fyrir neikvæðri eignastöðu? Verða þau heimili fyrir veðköllum?
Þetta eru hamfarir - ekki kreppa
Aðstoð vegna erfiðleika að skýrast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 16:55
Tilefni til að gleðjast
Ég sé að tvennt hefur breyst frá nöldurblogginu mínu hér fyrr í dag. Í fyrsta lagi hafa tilvísanir í "look" á terroristum verið tekin út af undirskriftasíðunni góðu sem að mér skilst Eiríkur Bergmann standi fyrir.
Í öðru lagi hefur Landsbankinn verið tekinn af lista yfir hryðjuverkafyrirtæki - en ég skil samt ekki - er Ísland per se á lista Breta yfir terrorista?
Því ber svo að lokum að fagna að framvegis munu þeir sem una ekki öðrum að hafa skoðanir, líkt og talibanar, og eru í auk þess í andlegu ójafnvægi ekki fá að kommentera á síðuna mína.
Allt slíkt tuð er bannað hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2008 | 13:43
Sorry verð að gagnrýna....hvernig "lookar" terroristi?
Ég efast ekki um að hryðjuverkamenn séu öðruvísi en fólk almennt en þeir líta alls ekki út fyrir að vera öðruvísi en ég og þú.
Eða hvernig "lookar" terroristi? Svartur á hörund? Með skegg? Eru duldir fordómar á þessari síðu?
Eru allir terroristar með sameiginleg útlitseinkenni?
Sorry leiðindarpillur á annars eflaust ágætis framtak en ég get ekki signað undir þetta.
BTW - hvað er markmiðið svo með síðunni?
Íslensk mótmæli á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2008 | 09:29
Alþjóðlega nýyrðið: Kreppanomics
Við Íslendingar vekjum athygli vítt og breitt - nú hefur Economist fjallað í grein í nýjasta tölublaðinu um Kreppanomics, hugtak samsett úr íslensku og engilsaxnesku sem verður framvegis notað um hrun þjóðar.
Við höfum þrátt fyrir allt lagt eitthvað af mörkum til alþjóðasamfélagsins.....
Sko! Þetta gátum við
Svalir Íslendingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 21:58
Eftir hverju var farið við val á uppsögnum starfsfólks við LÍ?
Uppsagnirnar hjá Landsbankanum virðast hafa komið fólki í opna skjöldu. Starfsfólkið varð greinilega fyrir áfalli við yfirtökuna og svo uppsagnirnar.
Ég spyr.....hvaða aðferð var notuð til að segja upp fólki?
Og.....hvaða forsendur réðu vali á starfsfólki til uppsagnar? Starfsaldur? Viðfangsefni? Kennitala? Laun?
Við hvaða mat var ákvörðunin um að segja 550 starfsfólki upp vinnunni, var stuðst við?
Er BHM orðið stéttarfélag þeirra einstaklinga sem urðu eftir?
Bankamenn í tilfinningarússi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar