14.12.2010 | 21:41
Er háskólamenntað vinnuafl hinir nýju vinnuþrælar vinnumarkaðarins?
Ég velti þessu fyrir mér eftir að hafa lesið bók eftir Barböru Ehrenreich, konu sem hefur skrifað nokkrar bækur eftir að hafa unnið "undercover" við hin ýmsu störf. Barbara hefur skrifað nokkrar bækur sem fjalla um stöðu fólks á vinnumarkaði.
Í "den" var það þannig að menntun var máttur og þeir sem nutu slíkra forréttinda að geta menntað sig hoppuðu upp um hin huglægu stéttarþrep íslensks samfélags. Í "dentid" var það nokkurnveginn þannig að fólk sem útskrifaðist með háskólagráður gekk nánast inn í stöður hjá hinu opinbera, en náttúrulega aðeins þeir sem voru flokkstengdir gátu svo unnið sig upp - eitthvað sem enn er við lýði í dag. Ég er ekki að segja að það sé eðlilegt að ganga inn í störf bara af því að fólk er með tiltekna menntun. Hæfnin og færnin þarf einnig að vera til staðar, til viðbótar við þekkinguna.
Nú er svo komið að mér finnst íslenskur vinnumarkaður líkjast æ meir þeim vinnumarkaði er ég steig aðeins inn á sumar og haust 2001 í New York - eftir að netbólan sprakk og fyrir og eftir árásina þann 11. september. Háskólamenntaðir gátu fengið skrifstofuvinnu á lágum launum, litlum "benefits", þurftu að vinna langan vinnudag - helst 10 tíma en fengu aðeins greitt fyrir 8 því hinir tveir tímarnir voru aðeins tilkomnir vegna þess að þeir "réðu" ekki við vinnuálagið og þurftu auka tíma til að klára vinnu sína.
Það mynduðust því bæði "blue collar sweatshops" og "white collar sweatshops".
Af samtölum við vini mína að dæma sem búa hér á landi og vinna fyrir fyrirtæki á samkeppnismarkaði er svipað upp á teningnum og í BNA. Ég er þó ekki frá því að þeir sem hafi það best séu iðnaðarmenn og er það gott mál.
Ég hef samt sem áður áhyggjur af þeirri þróun sem á sér stað á vinnumarkaði að fólk sem hefur lagt nokkur ár að baki í sérhæft nám og hefur tekið hin hræðilegu LÍN lán til þess að hafa tök á því að sérhæfa sig, ætli að láta koma svona fram við sig án þess að spyrna við fótum? Ég hef satt að segja miklar áhyggjur af því að svo verði raunin.
Um bloggið
Guðrún Hulda Eyþórsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.