Þátturinn "Mér finnst" og feministaumræðan

Ég hef undanfarið hlustað á þessa þætti sem eru á ÍNN stöðinni og haft gaman af. Margt kemur fram þar sem hreyfir við manni og farið í gegnum umræðu sem ég hef fyrir löngu síðan sagt skilið við og komin leið á. Samt sem áður hreyfir umræðan við manni enda passað upp á að allskonar skoðanir hljóti hljómgrunn. Ein umræðan úr þáttunum er frá 19. mars sl. þar sem Ásdís Olsen talar um óöryggi sitt að ræða um feminísk málefni þar sem hún upplifi að umræðan sé svo viðkvæm. Það var einmitt ein af ástæðunum fyrir því að ég nennti þessu ekki lengur og valdi mér aðra til að umgangast og læra af í lífinu.

1. Mikil taugaveiklun greip um sig á einum af fyrstu fundum feministafélagsins þegar ungur herra  sem langaði að vera feministi og fræðast meira um málin, spurði eftir umræðu um að stofna þyrfti heilbrigðishóp fyrir konur, "afhverju þarf sérstakan heilbrigðishóp fyrir konur"?

Ég meina það manngreyið var afgreitt eins og eggjatínslumaður í kríugeri. Ég skammaðist mín ógurlega og uppgötvaði að ég á enga samleið með kríum.

2. Þegar aðrir feministar fóru að troða því ofan í kokið á mér hvernig feministi ég væri.

3. Þegar ég fann að ég þagði á fundum og vildi ekki tala þar sem allt og þeir sem féllu ekki í "kramið" var skotið niður. Allar heimspekilegar vangaveltur voru greinilega bannaðar eða óæskilegar. Ekki mátti gagnrýna eða spyrja krefjandi spurningar. Mér leið eins og ég væri stödd á trúarsamkomu.

Þá hætti ég við að vera feministi. Ég hef samt ekkert á móti feministum en ég er á móti fólki sem leyfir öðrum ekki að hafa sína skoðun og tjá hana í góðra vina hópi.

Bönnum slíkt fólk - og hananú! Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl vertu Guðrún.  Var að sjá kommentið frá þér á Mér finnst bloggsíðunni okkar ... svo ánægjulegt að fá viðbrögð - og ekki verra ef þau eru á jákvæðum nótum ... svo ég ákvað að kíkja á þig hér - og er komin í verulega gott skap  

Og varðandi þættina - þá veit ég ekki alveg hvað verður - geri samt ráð fyrir einhverju framhaldið.  

Kveðja, Ásdís

Ásdís Olsen (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1172

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband