Eru Lög Laganna vegna?

Það er alltaf jafn áhugavert að fylgjast með umræðunni um lög og framkvæmd laga þegar dómar falla í ofbeldis- og kynferðisbrotamálum gagnvart börnum eða konum.

Mikil réttlætiskennd og tilfinningahiti litar umræðuna sem varin er af þá......"tilfinningasnauðum"? sjálfskipuðum "vörðum laganna".....

Röksemdarfærsla þeirra síðarnefndu er þó þess eðlis að mér finnst að nauðsynlegt sé að nema staðar og skoða hana nánar.

"Svona eru lögin" sagði einn þeirra. "Samkvæmt lögunum er þetta svona" sagði annar. "Dómarar verða að fara eftir lögunum". "Lögin segja...."

Það er eins og þessi "lög" séu sjálfstætt starfandi fyrirbæri með ákvörðunarvald og persónufrelsi. Þau eru lifandi fyrirbæri sem ráða sér sjálf og ekkert.....ekkert er hægt að gera......Computer says no!

Vesalings dómararnir verða að "hlýta" lögunum og þeir dómarar sem skila inn séráliti virðast, samkvæmt orðalagi eins lögmannsins, brjóta lögin.

Það sem einkennir umræðuna er svo það að hinir svokölluðu leikmenn (sem eru allir ólöglærðir) virðast ekki skilja lögin (og þá væntanlega vera að gera í brækurnar að búa í þessu landi ólöglærðir) og þar af leiðandi kemur hrokatónn í suma (aðallega miðaldra karlkyns) löglærða sem sussa yfirlætislega með þekkingarvaldið að vopni á alla hina ólöglærðu lúðana....sem voga sér að hafa skoðun á persónunni Lögin.

Það er vandlifað í þessari löglegu veröld. Það má ekki hafa skoðanir á lögunum nema vera löglærður. Og miðað við hvað "verðir laganna" segja eru lögin ótúlkanleg, óbreytanlegur fasti í grjótharðri tilverunni þar sem Lögin eru Laganna vegna og ekkert tilfinningarkjaftæði rúmast í raunveruleikanum og þar af leiðandi væri hægt að draga þá ályktun að lögin séu ekki skrifuð fyrir fólk heldur kerfi sem farið er að snúast í kringum eigin rass. Tilvera kerfisins miðast að því að halda sér lifandi....

Ég hlýt því að spyrja - Er ekki komin tími til að skoða lög sem breytilegt fyrirbæri, sem stjórnað er af fólki sem er lifandi og að lögin snúist um fólk......en ekki þau sjálf?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1172

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband