In Memoriam: 11. september í Nýju Jórvík

Sjö ár eru síðan vinur minn lést í tvíburaturnunum. Clinton Davis var lögreglumaður í WTC og hafði skrifstofu í kjallaranum. Talið er að hann hafi látist þegar turnarnir féllu.

Núna fyrst fór ég á minningarathöfn um hann, vini hans og þessa dags í heild sinni. Mig hefur bara ekki langað fyrr. Ég fór ekki í jarðaförina enda nýkomin til Íslands á þeim tíma og þar að auki bláfátækur námsmaður. Að íslenskum sið sendi ég blóm og kransa.

Nú sjö árum síðar var enn viðhafnarmikil minningarathöfn í St. Peterschurch, rétt við Ground Zero. Þar stóð ég með fjölskyldu hans sem ættuð er ýmist frá Jamaica eða er af afrísku bergi brotin, næpuhvít og skilgreind sem aðstandandi eða "family" þótt ólík væri í útliti. Löggurnar keyptu það eingöngu þar sem þær þekktu Simone, eiginkonu Clints, sem reyndi með miklu handapati að útskýra að þrátt fyrir flensulegt útlit væri ég samt náskyld þeim.

Eins og áfallastreitan á sínum tíma náði tökum á lífi mínu í formi martraða, depurðar og reiði fannst mér eins og allar þær tilfinningar væru vitleysislegar á minningarathöfninni sjálfri. Í raun fannst mér allt í einu eins og minningarathöfnin væri sjálf vitleysisleg. Auðvitað ber ég virðingu fyrir því að það létust um 2700 manns í turnunum, að vinur minn lést þar sem og hópur af kunningjum og að auki slatti af vinum sem upplifðu þessar hörmungar þar sem þeir voru að vinna í eða við turnana.

Mér finnst bara nóg komið. Það eru sjö ár síðan. Það er komin tími til að sleppa þessu.

Á minningarathöfninni voru að vanda lesin upp nöfn þeirra lögreglumanna sem létust og nokkuð oft gjörsamlega brotnuðu aðstandendur saman þegar nöfn eiginmanna þeirra eða sona voru lesin upp.

Fyrir utan kirkjuna var fólk að safnast við Ground Zero til að hlýða á minningarathöfnina þar. Þar stóðu aðstandendur og héldu í dauðans ofboði, með sólgleraugu og tár á kinn, uppi spjöldum með myndum af ættingjum sem fórust í turnunum. Í hvert sinn sem sjónvarpskameran færðist í áttina til þeirra þá lyftu þeir upp spjöldunum svo myndin af hinum látna kæmist nú örugglega í mynd.

Ein kona stóð til hliðar og hélt uppi mynd af syni sínum um leið og hún hrópaði að þetta væri samsæri ríkisstjórnarinnar.

Þegar ég fór af athöfninni fór ég í rútu með fjölskyldunum þar sem við vorum keyrð að veitingarstaðnum Barolo í SoHo en eigandi veitingastaðarins hefur boðið aðstandendum þeirra er létust í turnunum í mat og drykk (mjög grand) eftir athafnirnar. Ég fékk mér hvítvín með fjölskyldunni og við skáluðum. Aðrar fjölskyldur fóru grafalvarlegar með bænir, grétu og voru með sorgarsvip. "Mín fjölskylda" hló og gantaðist.

Þegar ég kvaddi og gekk upp á hótelherbergi leið mér eins og ég hefði verið að koma af leikriti.

 Er ekki komin tími til að halda minningarathöfn um 11. september og grafa þennan leiðindardag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karin Erna Elmarsdóttir

Greinilega mjög einstök upplifun.

Karin Erna Elmarsdóttir, 25.9.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 1172

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband