Hvað gerir Gibbon api þegar honum leiðist?

togar í eyrun á tígra litla!

Það verður seint tekið af þeim að vera skemmtilegt dýr.....alger hrekkjusvínLoL

 

http://www.youtube.com/watch?v=vZn1ZgwJ9DE


Café Slubbu-Hori

Fór á Café Condidori á Suðurlandsbraut um helgina. Þetta var neyð því ég hef heyrt svo slæmt af þessum stað s.s. kaffi sem verður kalt um leið, nánasarleg kaffiskömmtum, léleg þjónusta og okurverð fyrir lélega vöru.

En þar sem ekkert annað var í nágrenninu ákvað ég að fara og ná mér í tvo kaffi latte - það gæti varla verið svo flókið.....eða hvað? En jú það tók reyndar hálftíma að fá kaffibollana tvo. Ég bað um einn soyalatte og annan venjulegan. En stelpugreyið sem var að afgreiða á kassanum kunni lítið á hann - sem segir allt sem segja þarf um þá sem reka staðinn. Þeir eru greinilega of nískir til þess að þjálfa starfsfólkið sitt.....

Kaffið var kalt og froðulaust. Ekki var hægt að sjá eða finna mun á því hvor bollinn væri með soyamjólk. Vonsvikin rétti ég fram kortið til að borga enda orðin ansi þreytt og pirruð á því að bíða og bíða eftir að fá að borga og horfa upp á pirraða kúnna og hrædda afgreiðslustúlku sem kunni ekki á kassann - vegna þess að henni hafði ekki verið kennt á hann.

Um það leiti sem ég rétti fram kortið til þess að greiða fyrir eitthvað kaffi-latte-líki, varð mér litið á bakvið þar sem bakarinn stóð og var að borða brauð.  Undir brauðmolunum sem féllu niður af vörum bakarans var borð, smekkfullt af deigi sem beið baksturs........með matarmolum bakarans ætlast Kaffi Slubbu-hori að maður borgi dýrum dómum fyrir vörur þeirra.....hann hefði alveg eins klórað sér í rassinum og haldið áfram að hnoða deigið.

Þetta er örugg leið til að losa sig við kúnna og starfsfólk - og auka þar með kostnað og minnka innkomu......pottþétt leið til að verða gjaldþrota.....

 

 


Stolt af mínum skóla: Columbia háskólinn hristir upp í fólki sem vill hefta málfrelsið - stundum

Ég er að springa úr stoltiLoL Skólinn minn stendur alltaf fyrir sínu! Skoða öll sjónarmið og dæma svo. Sama hversu fáranlegt það kann að hljóma er betra að hlusta fyrst og mynda svo skoðun.

Það er líka gott að þekkja óvini sína og til þess þarf að leyfa þeim að tala og observera þá í real life....og það gerðist í skólanum sl. mánudag. Tugir þúsunda manna hlýddu á orðaskak Ahmadinejad og Lee Bollinger.

Á meðan flestir vita að Ahmadinejad hefur verið gagnrýndur fyrir skoðanir sínar og fullyrðingar er Lee Bollinger gagnrýndur fyrir tvo hluti:

1. hann er gagnrýndur fyrir að hafa leyft Ahmadinejad að tala á amerískri grund, enda er hann sérfróður um tjáningafrelsið og lýðræði og hefur eflaust fundist spennandi að fá Íransforseta til viðræðna.

2. Hann er gagnrýndur af mörgum fræðimönnum fyrir að hafa farið of harkalega og dónalega að forsetanum auk þess sem hann svaraði sjálfur engum spurningum.

Flott að gagnrýna.....gaman að því.....en framkvæmdin er yndisleg og skólanum til sóma enda stendur hann undir gildum sínum og undirstrikar það með þessum fundi.


Að kaupa vöru en fá ekki að skoða hana fyrst!

Mér er það með öllu ómögulegt að skilja afhverju maður fær ekki að skoða GSM símana áður en maður kaupir þá? Myndir þú t.d. kaupa þér tölvu, iPod eða sjónvarp án þess að fá að prufa tækið áður?

Myndir þú kaupa þér gallabuxur án þess að fá að máta fyrst? Eða bíl án prufukeyrslu?

Heldur Síminn, Vodafone, raftækjaverslanir og fleiri söluaðilar að maður sé fær um að meta hlutinn án þess að prufa hann? Og hvernig á það mat að fara fram? Með hugarorkunni?

allavega er þetta ástæða þess að ég kýs að eiga viðskipti við raftækjaverslanir erlendis.....ég fæ að skoða vöruna áður en ég kaupi hana.


Bruce Springsteen kominn aftur

Það er óhætt að segja að þetta sem algert come-back hjá kallinum. Þvílíkt konfekt fyrir rokk aðdáendur.

Njótið vel!

http://www.youtube.com/watch?v=UhmQLFqpG_w


Með lífrænt ræktað kvef

God hvað ég er orðin þreytt á þessu. Svissaði yfir í lífrænt fæði í vor og er nú með kvef í þriðja skiptið á fjórum mánuðum. Í þetta sinn er kvefpestinn búin að endast á þriðju viku.

Greinilegt að kroppurinn er ekki alveg að þola þetta óeitraða fæði.

Á einhver ráð áður en ég breytist í lífræna sveskju?


ó my lord - ó my Stefan

Ég er afskaplega ánægð með lögreglustjórann okkar. Fram er kominn sannkallaður leiðtogi sem ryður brautina fyrir nútímalegum hugmyndum um tímabundið lögregluríki til þess að koma á reglu hér í bæ enda ótækt að miðbærinn sé andsetinn um helgar af illum djöflum.....

Einu sinni var það mín kynslóð - svokölluð ónothæf X-kynslóð (alveg glötuð á alla kanta samkv. einhverjum kalli úti í heimi) sem réði lofum og lögum í miðbænum um helgar. Við skelltum í okkur tequila og sítrónum, röfluðum, ögruðum einstaka lögreglumanni, ældum og fórum svo heim - gerilsneydd af minningum það kvöldið. Ég býst við að lögreglunni hafi þótt við frekar aumkunnarverð - enda alltof full til að gyrða niðrum okkur áður en við pissuðum - nei djók...kannski bara stundum.

Nú er þessi gagnslausa X-kynslóð (sem by the way er rík og stjórnar bönkunum hérna og borgar helst engan tekjuskatt af því hún er svo gagnslaus) skíthrædd að fara í miðborgina enda hefur hlandpollunum fjölgað til muna. Tilefnislausa ofbeldinu hefur líka fjölgað og öruggara er fyrir stelpu að vippa sér úr að neðan úti á götu fyrir allra augum frekar en að taka þá áhættu að gera það fyrir luktum dyrum og eiga þá á hættu að verða fyrir nauðgun - án vitna í þokkabót. Vitnin væru þó nokkur ef slíkt henti á laugaveginum.

Mér finnst þó afskaplega fróðlegt að fara niður í bæ og skoða mannskapinn. Um daginn var t.d. mikill galsi í liðinu og hópur fallegra stúlkna gerði sér flissandi að leik að setja bjórglösin á götuna og biðu svo eftir brothljóðunum þegar bílarnir keyrðu yfir herlegheitin. Já sannkölluð hrekkjusvín.

Í sumar varð í vitni að því þegar ungur útúrdópaður strákur labbaði út á miðju Austurstræti með slátrin úti og meig yfir sig allan. Ég gat ekki annað en skellihlegið......

En þrátt fyrir allt, þá er það alveg rétt hjá Stefáni okkar að við sættum okkur við of mikið af rugli. Að sjálfsögðu er þetta ekkert eðlilegt, ofbeldið, hlandið, occational kúkur, brotin glös og öskrin. Hvað þá virðingaleysið við lögin og reglurnar.

Takk Stefán - þú ert Rudolph Giuliani Íslendinga!!!! 


mbl.is 5 viðvaranir, 1 áminning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bringuhár Rúnna Júll

Afsakið en hvað er þetta eiginlega með fráhnepptu skyrtuna á gamla manninum í blaðaauglýsingunum.....á þetta að vera flott? Whistling  
mbl.is Byrjað að selja miða á tónleika Rúnars í Laugardalshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri læti = stærra typpi?

Maður veltir því fyrir sér afhverju sumir bifhjólamenn láta setja kút á hjólið sem gefur frá sér meiri hávaða en leyfilegt er. Það er engu líkara en einhverskonar tíska sé í gangi: Því meiri hávaði - því meiri töffari.

Ég líki þessu við að bifreiðaeigendur geri gat á kútana sína og keyri um voða montnir.

Það má svosem einnig líkja þessu við páfugl sem reynir að vekja athygli á sér með því að breiða út fjaðrirnar.

Mér er sagt að þessir hljóðkúta-monthænur þarna úti séu nú oft karlar um og yfir fimmtugt.

Það má því draga þá ályktun að "grái fiðringurinn" hafi breyst í "ærandi fiðurfé með athyglissýki".

Ég hugsa stundum þegar ég sé karla sem breiða úr sér á þann hátt að limirnir standa gleiðir út frá búknum hvaða steitment sé í gangi.......sama gildir hér um ærandi hávaða frá mótorhjólum. Meiri læti = stærra typpi undir fiðurfénu? Spurning.


Karlar: Bannað að pissa standandi eftir klukkan 10 á kvöldin!

Það er alltaf jafn áhugavert að lesa um nágrannaerjur sem koma upp á borð húseigendafélagsins. Það er mikið hvað fólk kvartar og hvað það finnur sér til dundurs til að kvarta yfir.

Mikið rosalega hefur það mikinn tíma til þess að finna út yfir hverju á að kvarta. Það er víst alveg dæmigert að kvarta yfir trjám nágrannanna og girðingum. Í fjölbýlum er helst kvartað yfir lykt. Þannig kvörtuðu margir í einum stigaganginum yfir lykt sem barst úr einni íbúðinni er íbúi þess var að elda sér mat. Aðrir kvarta yfir grillunum og ég veit til þess að í sumum löndum er búið að banna grill á svölum með öllu.

Þá er eitthvað sem heitir "sjónmengun". Ég rakst á þetta er ég flutti inn í minn stigagang. Fyrir utan hvað þetta er afskaplega sveigjanlegt orð virðist fólk nota það til þess að túlka ýmsa hluti. Það er bannað að vera með dósir og þvott úti á svölum. Það er sjónmengun. Að mínu áliti ætti þá líka að banna gamla karlinn við hliðina út á svölunum hjá mér þar sem hann er svo sannarlega ljótur og myndi því flokkast undir sjónmengun.

Gamall karl kvartaði yfir því að stigagangurinn minn væri ekki kominn með gardínur! Hann var svo yfir sig hneykslaður að hann hellti sér næstum yfir nágrannakonu mína. Þessi sami karl fann svo upp á því að góla á börnin sem voguðu sér að vera á hjólabrettum á göngustígum nálægt íbúðinni hans.  Vildi hann banna hjólabretti.

Kona kvartaði yfir reykingum nágrannanna á svölunum. Nágranninn vildi ekki reykja inni heldur úti. Hann fór því að reykja inni. Sama kona kvartaði þá yfir megnri reykingalykt á stigaganginum.

Það verður skemmtilegt að fylgjast með þróun þessara mála. Kannski get ég bannað bíl nágrannans þar sem hann skemmir heildarlúkkið á bílaplaninu. Ég get kannski skikkað feita nágranna í megrun og of mjóa í fitun þar sem þeir sjónmenga er þeir fara út í garð eða á svalirnar.

Kannski get ég ráðið því hvernig gardínurnar í stofuglugganum hjá nágrannanum eru á litinn ef ég væli og kvarta nógu mikið yfir litnum á þeim.

Kannski verður þetta eins og í Sviss þar sem karlar mega ekki pissa standandi eftir klukkan 10 á kvöldin til þess að angra ekki nágrannana. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 1305

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband