Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hvað gerir Gibbon api þegar honum leiðist?

togar í eyrun á tígra litla!

Það verður seint tekið af þeim að vera skemmtilegt dýr.....alger hrekkjusvínLoL

 

http://www.youtube.com/watch?v=vZn1ZgwJ9DE


Eru foreldrar öðrum foreldrum verstir?

Síðan ég eignaðist afkvæmi hafa boð um mætingar á foreldrafundi streymt inn. Í 12 ár hef ég reynt samviskusamlega að mæta en hef þó fátt að segja og í raun finnst ekkert eins leiðinlegt og að mæta. Í staðin er afar áhugavert að skoða hvað fer fram á þessum fundum og hvernig samskiptum er háttað.

Á öllum fundum myndast spenna milli einhverra foreldra. Yfirleitt milli kvendýranna og getur maður þefað valdabaráttuna í loftinu. Varð síðast vitni að slíku í sl. viku er ég fór á fótboltaforeldrafund. Kvendýrin taka oftar en ekki stjórnina og amk ein gætir þess að hinir viðurkenni örugglega vald sitt. Annars er refsingin MEGA-diss.

Oftar en ekki er á einhverjum tímapunkti einu karldýrinu hrósað fyrir stöðu sína og sýnd tilhlýðileg aðdáun og virðing, t.d. ef viðkomandi er læknir eða lögfræðingur. Þá má sjá augljós merki um hópa- og klíkumyndanir meðal foreldranna.

Það sem kemur mér oft á óvart er samviskubits-potið á þá sem nenna ekki að taka þátt og mæta á fundina. Sumir foreldrar ganga svo langt að krefjast óbeint um ástæður fjarverunnar. Ég hef nokkrum sinnum lent í því og svaraði því til að ég vildi ekki mæta. Svarið sem ég fékk voru samviskubits-pots-skammir: "Viltu ekki að barnið þitt fái tækifæri til að vera með í öllu því sem er að gerast?" Spurði Alfa-kvendýrið. Ég svaraði því til að ég vildi heldur eyða tíma MEÐ barninu mínu en án þess og vildi því ekki koma á foreldrafundi.

Þetta er bottomline-ið að mínu mati. Foreldrafundir eru orðnir svo margir með aukinni þátttöku barnanna í íþróttum, skólastarfi og tómstundum að það bitnar á þeim litla tíma sem fyrir er til að vera með börnunum.

Er ekki hægt að finna aðra árangursríkari leið til þess að taka ákvarðanir?


Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 1119

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband