Öll spjót standa á kennurunum - reiðir foreldrar og agalausir krakkar

Við foreldrar vitum hversu erfitt það er að halda upp á afmæli barna okkar og bjóða öllum bekknum. Maður er alveg búin á því og tekur því fagnandi að afmæli sé bara einu sinni á ári. Hvernig ætli það sé þá að vera með 20-30 krakka í bekk á hverjum degi? Hvernig ætli það sé fyrir íþróttakennarana að vera með oft 40-50 krakka í leikfimitíma á hverjum degi? Hávaðinn, endurtekningarnar, hrópin til að yfirgnæfa masið í krökkunum og svo reiðir foreldrar sem ásaka kennarana um að öskra á börnin sín....

Þegar farið er á foreldrafundi, þar sem foreldrar bekkjarins eru samankomnir með kennara til að ræða málin mæðir mest á kennaranum að verja sig og störf sín. Sumir foreldrar hringja og öskra á kennarana vegna þess að þeim finnst að starfsaðferðir eigi að vera aðrar.

Um daginn var ég stödd á foreldrafundi þar sem einn faðirinn var reiður yfir súkkulaðiköku sem kennarinn hafði sagst "kannski ætla að koma með".

Agalausir krakkar ásamt reiðum og örgum foreldrum......ég myndi ekki vilja verða kennari við slíkar vinnuaðstæður fyrir eina milljón á mánuði.

Kennarar eru hetjur og þurfa hjarta úr stáli. Að mínu mati þurfa þeir langt frí til að jafna sig eftir veturinn og safna kröftum fyrir næsta vetur.


mbl.is Flótti hlaupinn í kennarastéttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér....
Þekki eina sem var að ljúka sínum fyrsta kennsluvetri, með einn af erfiðari bekkjum skólans sem hún kennir við. Hef varla séð hana eða heyrt í vetur þar sem hún hefur ekki haft tíma í neitt nema  sína vinnu og fjölskylduna sína. Hún er gjörsamlega búin eftir veturinn. Á sitt sumarfrí svo sannarlega skilið (þó lengra væri). Skil það vel að kennarar velji að segja skilið við kennslu með þessi laun sem boðið er upp á og það álag sem er á þeim því það getur verið gríðarlega mikið.

Bryndís (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir

Höfundur

Guðrún Hulda
Höfundur er mannfræðingur með alþjóðleg þjálfararéttindi í menningarlæsi og lætur allt um mannverur og samfélög þeirra sig varða.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1208

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband